Austur Evrópa

Í Samfélagsfræði er ég búinn að gera glærukynningu um Drakúla greifa, Sankti Pétursborg, Úralfjöll, Sígauna og Volgu.  Hér er glærukynningin.

Plöntugreining í náttúrufræði

Vallhumall Í náttúrufræði er ég búinn að finna plöntur úti og að greina þær.  Ég fór út í kring um skólann að finna plöntur.  Ég fór svo inn og greindi þær með hjálp bókarinnar Flóra Íslands.  Síðan skrifaði ég punkta um plöntuna t.d. hvað plantan heitir á íslensku og latínu, gerð rótar lit blómana o.fl.  Síðan þurrkaði ég plöntuna og skrifaði punktana niður í samfelldu máli.  Ég lét kennaran fara síðan yfir textann og hreinskrifaði textann inn í bókina.  Eftir það límdi ég plöntuna sem var þá þurrkuð inn í bókina.  Úr þessu verkefni lærði ég mikið um plöntur t.d. að greina þær, hvaða hlutverk Krossmaðra laufblöðin gera, hvernig.ræturnar virka o.fl

Hvalir

Hvalir hafa haft mikil áhrif á sögu mankynns. Þeir hafa verið notaðir í allt frá fæðu í Japan til tísku í París, frá lýsi í evrópskum götulömpum til höfrunga í Amerískum dýragörðum.Hvalir eru um öll heimsins höf. Hvalir eru stærstu dýr sem vitað er um á jörðinni. Það eru til margar tegundir af hvölum og tegundirnar eru um 90 tegundir í heiminum.

Hvalir hafa lengi verið veiddir en veiði óx á 16. öld fram á miðju 20. öld. Við Ísland hafa verið veiddir hvalir frá landnámsöld. Það eru um 23 hvalir taldir vera við Ísland. Hvalir skiptast í tvo flokka, skíðishvalir og tannhvalir.

Tannhvalir nota hljóðbylgjur til þess að finna fæðu. Mikil mismunur er á hinum ýmsum tegundum hvala. Það sem er ólíkt er að skíðishvalir eru oftast stærri og þeir hafa skíði í stað tanna. Þess vegna er mismunur á fæðu skíðishvala og tannhvala. Skíðishvalir borða því helst svifdýr en tannhvalir fiska, smokkfiska o.fl. og háhyriningar éta eginlega alt sem er í sjónum.


Enska

Hér er myndbands kynning um mig á ensku.


Eldfjall

Hér er kynningin um Lakagíga. Fyrst fékk ég kenslu um eldfjöll í tíma. Ég þurfti að gera verkefni í powerpoint um eitt eldfjall á Íslandi af mínu egin vali. Ég valdi að gera um Lakagíga. Ég las mig til um fjallið og gerði uppkast af verkefninu. Ég vann það svo í powerpoint og setti myndir með því. Ég gerði kynninguna og svo vistaði ég hana inn á slideshare og bloggaði svo um það.

Það mælti mín móðir

Við lásum í Egilssögu ljóð sem Egill Skalla-Grímsson kvað þegar hann var 7 vetra gamall. Við lásum ljóðið og gerðum svo photostory myndband með myndum sem pössuðu við ljóðið. Myndirnar þurftu að vera stórar eða 600-800 á stærð. Þetta var fyrsta skypti sem ég vann í photostory. Ég gerði svo Youtube aðgang og setti myndbandið þar inn á.

Lífið á 13. öld

Við höfum verið að vinna heimildarritgerð um lífið á miðöldum.  Við lásum Snorra Sögu eftir Þórarinn Eldjárn og Gásagátuna eftir Brynhildi Þórarinsdóttur.  Við höfðum líka bókina Snorri Sturluson og mannlíf á miðöldum til hjálpar.  Við fengum lista af 13 spurningum til þess að svara til dæmis


Hvernig voru íslensk höfuðból?
Hvað borðaði fólkið?
Hvaða störf unnu karlar/konur?
Hvað lærðu börnin?
Hvernig léku börnin sér?
Hvernig voru fötin?
Hvað er vaðmál?
Hvernig ferðaðist fólkið?
Hvernig voru skipin?
Hver var inn- og útflutningur?


Eftir að við höfðum skrifað þetta á blað þá skrifuðum þetta í Word og gerðum box.net aðgang og blogguðum svo um þetta.

Hér er ritgerðin


Noregur

Í síðustu vikunum hef ég verið að læra um Norðurlöndin.  Ég átti að taka nokkur próf og nú gerði ég glæru vekefni um land af Norðurlöndunum sem ég mátti velja, svo ég ákvað að skrifa um Noreg. Ég lærði mjög mikið um Noreg á meðan við vorum að gera þetta verkefni.


« Fyrri síða

Höfundur

Alec Elías Sigurðarson
Alec Elías Sigurðarson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband