Reykir

Vikuna 14. til 18. nóvember 2011 fór bekkurinn á Reyki.  Við fórum með rútu sem tók 2 klst. og 45 mín., en við stoppuðum í 15 mín. í Borgarnesi.  Giljaskóli frá Akureyri var með okkur.  Á Reykjum hittum við skólastjórann og skólastýruna.  Okkur var skipt í þrjá hópa - ég var í hópi 3.

Í "stöðvaleik" var ég að skoða umhverfið.  Áhugaverðast fannst mér vera hve mikið var reynt að nýta vatnið í ánni sem var þar og að sumt hafi tekist, en annað ekki.

Í "undraheim auranna" vorum við að læra um peninga, hvernig allt kostar sitt í lífinu.  Í fyrri helmingnum af tímanum vorum við að læra bóklega.  Í síðari helmingnum fórum við í spil með peninga þar sem maður borgaði fyrir útgjöld, að græddi pening og að vann fyrir pening.  Áhugaverðast fannst mér vera að við vorum að læra um sama báða hlutana.

Í "íþróttum" vorum við í alls kyns íþróttaleikjum.  Mér fannst mjög áhugavert við litlar breytingar á leik sem við þekkjum öll, breyttist leikurinn mjög mikið.

Í "náttúrufræði" fórum við út í fjöru og tíndum ýmislegt þar.  Við fórum meira að segja aðeins út í sjó í efnisleit.  Við fórum svo inn í stofu og skoðuðum hlutina sem við höfðum tínt.  Áhugaverðast var að það var mjög mikið af kræklingum og þara í fjörunni og að þarinn tók stundum útlit annarra hluta í umhverfinu (eins og áls).

 Á "byggðasafninu" vorum við að læra um hákarlaveiðar og aðra hluti um lífið á nítjándu öld.  Margir áhugarverðir hlutir voru á safninu.  Mér fanst í heild áhugarvert það að Ísland var á þeim tíma langt á eftir í tækni miðað við lönd í Evrópu og Ameríku.

Í heild fanst mér þetta vera mjög skemtileg ferð og ég væri alveg til í það að fara þangað aftur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Alec Elías Sigurðarson
Alec Elías Sigurðarson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband